Sunday, February 3, 2008

Fyrsta bloggið

Já sæll, míns bara byrjuð að blogga og ég mun mjög liklega halda því áfram á meðan á ferðalagi mínu stendur. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að fara í hálfgerða heimsreisu. Ég er á leiðinni til Taílands þar sem ég mun eyða nokkrum vikum með Gunnari, my lover, Begga og ívari. Eftir það held ég ein í 4 vikna hjálparstarf í Cambodíu. Eftir það verður það Malasía, Singapor, Indónesía, Ástralía og Nýja sjáland. Nú eruð þið örugglega að hugsa; OMG, er hún að fara ein til þessara landa? Hún er svo hugrökk þessi unga fyrirmynda stúlka.... en svo er ekki. Ég er svo heppin að ég minntist á þetta ferðalag við vinkonu mína hana Katrínu, sem er núna au pair i Þýskalandinu, og henni leist svo vel á þetta og ég gaf henni leyfi til þess að koma með mér. Hún vaar mér svo þakklát að hún bauðst þess að borga allt fyrir mig, if only. En ég er sem sagt að fara að eyða heilmiklum peningum og njóta lífsins á ströndinni og kynnast nýju fólki og nýrri menningu. Skoða hina og þessa hluti og hver veit nema að maður skellir sér í teygjustökk og læti. 

Ég bara hlakka til að halda þessu bloggi áfram og vona að fólki eigi eftir að fylgjast með þessu litla ævintýri mínu og segja mér hvað þeim finnst ég fabulous og eitthvað. 

Fer þann 13. febrúar. Tíminn er núna ef fólk vill hitta mig og kaupa eitthvað fallegt handa mér ;)

7 comments:

Julia said...

Hi! Nice blog! Just bad that "comment" is like the only word on your side I understand ;-)!
Big Kiss, Julia

Anna Elvíra Herrera said...

jey ángæð með að geta fylgst með þér :D
skemmtu þér ;)

Gunnar Örn said...

Hae astin min. Hlakka til ad lesa tad sem tu skrifar a ferdum tinum. Se tig a flugvellinum i Bangkok. Elska tig. Gunnar.

Mr.John Goes on a Holiday said...

hæ beibí.
samglest þér mega að vera fara. en er líka smá sorry að ég á ekki eftir að geta talað við þig svo oft.
love ja baby

kveðja magga

Anonymous said...

i think the headline was something like 'hildi here and there' but not sure... apart from that, love that photoshop-look-alike-pic from huatapallana :)
love

Anonymous said...

Ekki fara, vertu heima! Ég hefði átt að hanga í fætinum á þér áðan, það hefði verið smart;)

Anonymous said...

Góða skemmtun Hildigunnur !! Bið að heilsa dökka fólkinu á Afriku.....